Bak við mig sé ég þig
Eitruð slangan smeigði sér inn
Brosið falskt með hvassa tönn
Tungan beitt með orðum gat hún meitt
Í Tíu ár
Stakk hún mína sál
Hjartað tætt og Barnið hrætt
Geturðu ekki hætt
Tuttugu ár og enn að
hvað er að
Hættu nú og snúðu þér að trú
Góði Guð
Fylgdu mér á beinan veg
Ég eitruð er
Helvíti ég hef boðað hér
Góði Guð hjálpaðu mér
Ég logið hef og eitrað heilan her
Með víninu ég missti mig
Pillurnar tóku það sem eftir var
Jesús minn lygin var orðin mitt eina svar
Góði guð stoppaðu mig
Þetta ljóð er um manneskju sem kom inn í líf mitt fyrir 20 árum og tilheyrir fortíðinni
Ummæli
Skrifa ummæli