Hjartað sært og sálin tætt
Þögul og sár
Með öskrið kæft
Tárin leka þegar ég segi frá
Ásta okkar er fallin frá
Sumir þér kærir voru
Gamlir vinir
Sem hjartað þitt treysti á
Börnin þín fjögur
Faðir og móðir
Fjölskylda og vinir stóðu með þér
Óli faðir þinn hefði verið stoltur af þér
Þau voru styrkur þinn
Þó stundum hafi verið stirt um sinn
En svona er lífið
Því sannir vinir
Geta stundum verið eins og óþekkir synir
Ásta mín
Nú eru sporin þín
Í skýin skrifuð
Sporin þín
Voru fingraför þín
Ásta mín
Alltaf svo sæt og fín
Með hjartað á réttum stað
Þú faðmaðir og knúsaðir
Alla sem komu til þín
Ummæli
Skrifa ummæli