Hér er ljóðið Einelti
Í hjarta mér
Mér líður ekki vel
Sorg og tár
Angist og sár
Gnýstir mína sál
Ljónin slá og ógna mér
Enga hjálp hér að fá
Ég læðist um
Eins og lítið strá
þreittur á sál
Hugsanir sækja að mér
Ó Guð hvað þetta tekur á
Ég get ekki meir
Afhverju gera þau þetta mér
Hvað er að ske
Hvað er að
Hvað gerði ég
Hver ber ábyrgð hér
Afhverju ég
Sorgmæddur ég er
Þegar ég segi frá í annað sinn
Mamma mín
Mér líður ekki vel
Krakkarnir í skólanum eru aftur
Að stríða mér
Hjartað missir slag
Þegar hún heyrir fréttirnar
Tárin leka niður að kinn
Reiðinn gnístir inn að skinn
Er ekki komið nóg í þetta sinn
Fallegi drengurinn minn
Nú flitjum við burt
Inn í fagran dal
Þar sem sem fólkið
Hefur hjartað á réttum stað
Ummæli
Skrifa ummæli