Við erum hér þessi gamli her, hag þinn í brjósti mér ég ber
Taktu eftir hér......
Hokin af reynslu ég er og læt lítið fara fyrir mér
Gamall ég orðin er grátt í vöngum komið er ..
Roskin maður gengur hér bogin af vinnu er
Landið við byggðum saman hér
Steina við bárum bakinu á, sigldum um höf með mat handa þér
Ungur þú varst, manstu eftir mér
Ég á baki þig bar þegar við gengum fjörurnar
Á hestum við riðum með mat fyrir heilan her
Sjóður settur var á... fyrir fólkið sem byggði þetta land
Gamall þú verður og grand á því ..við flokkarnir lofum því
Farðu bás í og hakaðu x þar í ...þá munt ekki sjá eftir því
Stigin flokkarnir rífast um...Sálin seld fyrir stigin þín
Ljóð samið eftir að hafa heyrt umræðu í bylgjunni - þann 27 jan 2021 - varðandi kjör eldri borgara sem lifa á lúsarlaunum og þurfa að glíma við endalaus svikin loforð þingmanna og flokka, sem segjast ætla að laga allt fyrir kostningar en gera það svo ekki...
Höf : Rósa B .
Ummæli
Skrifa ummæli