Svartvík






Dópið sprautan saug 
Inn í sína eldflaug
Þórlaug slakaði bandinu á 
Víman skaut á líftaug

Augun hvít minna á svartvík
djöfullinn dregur hana inn 
Eldslogar eru hennar leiðtogar
 
Umvafin vinum
Sem drukku sig í hel
Sprautan tók þá veiku og vafði þá í sína himnasel
Víman var hennar leið
Hliðið opið
Þar vinur hennar beið
Hér var hennar arfleið

Augun hvít 
eins og andi að yfirgefa lík
dópið átti hennar líf


Ljóð Skáldskapur - 

Höf: Rósa Björk Kristjánsdóttir











Ummæli