Ég í bæinn fór í svaka gír
Létt á því og mikið stóð til
Hárið upp og í þessum fína kjól
Rauðir skór við gull lakkaða ól
Það hlakkaði í mér að fara að skemmta mér
Á staðin ég kom, þar var spilað á saxafón
Fólkið fallegt var með uppsett hár
Skálað var og sumir dönsuðu upp á skreittum bar
Ég rakst á hann þar
Þvílík fegurð sem maðurinn bar
Augun græn mættu mér þar
Ég sá það strax í augum hans að sálin hafði stigið trylltan dans
Ég datt um hann þegar ég hita um mig fann
Ég féll í yfirlið þegar hann blikkaði mig
Ég kynnti mig og sá strax að honum líkaði við mig
Hann bauð mér að skála við sig eftir að hafa vangað við mig
Þetta kvöld ég vildi lifa alla tíð og hafa hann ætíð mér við hlið
Við fórum heim til mín,þar hann hélt hönd mína í
Fyrir mér ég sá að hann skyldi giftast mér
Við hittumst stundum hér,heima hjá mér
Sagan breittist oft, þegar spurt var hvar hann bjó
Ég sjokkið fékk þegar ég fékk af því frétt
Maðurinn bjó í götunni hjá mér og hafði konu hjá sér
Hjartað tætt og illa sært
Svikull en sætur hann konur gat tælt
Margar konurnar maðurinn hefur sært
Hann vinur minn varð þó hjartað enn skalf
Ég segi þér það nú í allgjörri trú,vinur minn
Ég verð að kveðja þig um sinn
Ég sé eftir þér þó lítið beri á
Því í hjarta mér, þú ey lengur býrð mér hjá
Höf : Rósa Björk Kristjánsdóttir
Ljóð um svikið hjarta sem margar konur hafa lent í
Ummæli
Skrifa ummæli