Draumurinn væri að skrifa þetta lag
Ég myndi skrifa það, þannig að allir myndu elska það
Ég myndi svo birta það, þannig að allir gætu dansað við það
Ég myndi segja frá, hvernig þetta var í denn
Hvernig lífið allt, var ljómað af ást
Ég myndi segja frá
þegar þú dansaðir uppá þaki á
Partýin,sem voru haldin út um allt
Amma mín dansaði túninu á
Afi minn var með í kúlinu
Ég myndi elska það ef þú myndir spila það
Ég myndi dansa við það, þakinu á
Ég myndi halda kúlinu, þegar þú ballið kæmir á
Ég myndi segja þér, sögur af því
Sögur af því,þegar ég hitti hann
Sögurnar,sem voru um drauma hans
Konuna, sem fæddi hann, konuna í lífi hans
Ég myndi spila það þennan dag
Ég myndi spila það næsta dag
Ég myndi halda kúlinu
Þegar þú myndir dansa við það
Á þakinu ég myndi spila það
Draumurinn væri að spila það
Allsstaðar
Ljóð -
Höf : Rósa Björk Kristjánsdóttir
Ummæli
Skrifa ummæli