Eldgosið mitt




Ég byð þig góði guð

Ef landið rís og úr því gýs

Sendu okkur ís 


Ef gýs að nóttu til

þá vil ég flýja á bíl

Börnin mín aftur í

Og sumir fara rútu í


Skjálftarnir eru að rjúka upp

Ég finn að hjartað tekur kipp 


Sendu okkur ró og frið 

Svo til hvílu fólkið geti farið í 

Hættu svo að hnippa í mig 


Ég sofnuð var er ég datt 

Jörðin opnaðist upp á gátt

Eldur gaus úr allri átt 


Hraunið lekur hlíðar niður í

Gjáir myndast, sprungur koma fjallið í 

Götur lokast,hraunið lekur yfir og ána í


Fólkið flýr húsin sín

Bátar sigla bakka að 

Fólkið hrætt hleypur að

Bjargaðu mér ég er svo hrædd


Höf: Rósa Björk Kristjánsdóttir 


Ljóð -  Eldgos 

 




Ummæli