Mitt hinsta fall



Í sjokki ég var þegar þú komst mér að

 Fólk hópaðist að og spurði hvað sé að 

Ég var búin á því og sá fyrir mér allt mitt líf

Ég sting fékk hjartað í,þegar ég götuna féll í 

Ég var að fara inn í bíl, er ég fann að ég var að falla í yfirlið  

Vinkona mín var símanum í,þegar ég æpti...

Ég er að deyja hér,sérðu ekki hvað er að gerast hér 

Hringdu á bíl,áður en ég verð ekki með neitt líf

Í götuna ég sá,þegar ég var að falla í dá,allt varð svart,þegar ég datt

Ég ljósið sá og röddin sterk kallaði að mér góða strauma hún sendi mér  

Ég sá þar lífið allt og vonin á ný um betra líf varð mér svo bjart  

Ég rankaði við mér, á götunni ég lá,með engla her sem fylgir mér 

Ég í bílinn fór þegar læknir kom þar að,tækin tengd og hjartað skoðað var

Ég fékk þar svör hvað amaði mér að,þetta fólk er ekki að gera þér gott

Ég mun senda þér englaher sem mun hjálpa þér að finna réttan veg 


Höf : Rósa Björk Kristjánsdóttir


Ljóð byggt á eygin reynslu og skáldað út frá því 





Ummæli