Þú ljóð sendir mér
Ég það las og hrósaði þér
Vá hvað þú ert fær, sagði ég þér
Mér finnst það hafi verið í gær
Þó það hafi liðið vikur tvær
Ég las ljóðið þitt í dag
Hvað mér brá, Þegar ég sorgina sá
Hvað var ég að spá, afhverju sá ég þetta ekki þá
Sting í hjartað ég fékk
Þegar ég sá svartnættið sem yfir þér hékk
Ég skil þig nú
Sorgin og myrkrið
Sem þú lýsir svo vel
Grátandi menn með hjartað brostið
Ættu að lesa þetta meistaraverk
Ljóðið þitt ég mun hengja upp á stóran vegg
Ég sé fyrir mér
Að þú breitir þessu í ástarlag
Sorgin var sár og það féllu mörg tár
Myrkrið svart
Tók allt sem þú henni gafst
Allt þitt líf búið var
Þú á endanum henni fyrirgafst
Ástin ykkar er svo sterk
Í hjónaband þú með henni gekkst
Gefðu allt sem þú átt í þessa nýju ást
Vinur minn ég skrifa þér
Gangi þér vel og hlúðu nú að þér
Höf:
Rósa Björk Kristjánsdóttir
Ljóð byggt út frá ljóði sem vinur minn sendi mér og skáldað út frá því
Ummæli
Skrifa ummæli