Göngum saman - Eyja ljóð 2021 - Þjóðhátíð



Þessi sjarmör er með  bros á vör 
Þessi söngför mun verða mikið fjör
Ég finn að hjartað stekkur af stað 
Því gleðin er að stigmagnast 

Það kraumar allt innra með mér 
Því það er komin hátíð hér 
Þú gætir lesið það í augunum á mér 
Að ég er komin hingað til að skemmmta mér 

Í dalin við göngum saman syngjandi kát 
Mamma og pabbi eru ofsa kát að komast úr þessum bát 
Amma og afi eru að drekka á stút þau eru svo glöð að komast loks út 
Ég og Stína syngjum hátt ...Popplag í G dúr 
Fáum okkur svo sæti á viðarbút og þurkum okkur með silkiklút 

Eyjan er að verða eins og á Gauk á stöng 
Ég finn að ég er að bresta í söng 

Fólkið streymir að og allt er að verða brjálað
Bubba ég sé útundan mér og frægt fólk kemur að heilsa mér 
Tjöldin hvít eru að fyllast allsstaðar 
Ilmurinn af rifi er að grillast einhversstaðar 

Þjóðhátíð er komin og til Eyja heldur þú 
Færri komust að en vildu það
Freyja Flugfreyja flaug til Færeyja  
Við látum það samt ekki slá okkur laginu af
Syngjum hátt og gleðjumst nú 
Því til Eyja komst þú

Höf. Rósa Björk Kristjánsdóttir 

 






Ummæli