Á fundin ég fer, nú er komið ár hjá mér
Í nýjum jakka og stoltur af mér
Brosið breitt fer mér svo vel
Nýjar tennur og ekkert getur klikkað hér
Um púltið ég tek og vanda vel orðin mín
Kynni mig og segist heita Hjaltalín
Model ég er, það vita þau mætavel
Mikael blikkar mig og segist vera frá víðimel
Ég gay er, en kom ekki hingað til að leika mér
Sæta stráka ég sé hér, hunsa þá, og hugsa um landsel
Tappann ég setti flöskuna á og finn að þetta tekur aðeins á
Ár er síðan þá, strákur taktu þig á, ekki láta þetta áhrif hafa þig á
Ég finn að kvíðin kemur aftan að mér
Ég sem var búin að undirbúa þetta svo vel
Ég bursta rykið af herðum mér og læt sem ekkert sé
Hér er ég komin til að láta heyra í mér
Sýna það og sanna að eitthvað býr innra með mér
Orðin eru föst í hálsinum á mér og svitin byrjar að leka af mér
Í huga mér, ég sé daginn fyrir mér, ekkert hefur gengið rosavel
Ég vaknaði hress í morgun klukkan sex, jóga pants og smá sex
Rakaði skegg og skar mig smá, drakk svo kaffinu á
Beit í hafrakex og fann er jaxlinn datt, eftir það ég drakk mig í spað
Rak mig svo í er ég bílinn fór inní, á dekkinu sprakk, eftir það ég datt
Áttaði mig svo á, er úr dag draumnum náði mér frá
Klappað var hátt og við það ég galopnaði augun uppá gátt
Á fundinum ég var og hafði víst dottað þar, fólkið elskulegt var
Það þekkir til og var eitt sinn á mínum stað
Ég sé það nú, að ég er bara á degi þrjú,
Þetta draumur var og ný tækifæri hafa gefist mér
Edrú ég er og hef fulla trú á mér
Markmið ég hef sem ég ætla að sigra hér
Sporin 12 munu aðstoða mig að finna minn innri frið
Stuðningurinn hér, mun beina mér á réttan veg
Hér er ég, því mér er annt um mína velferð
Ég mun gefa allt mitt, því ég þrái svo lífið mitt
Höf : Rósa Björk Kristjánsdóttir
Ummæli
Skrifa ummæli