Sorgarbragur



Lang afa minn ég sá bara á mynd sem er allgjör synd því hann þótti flott fyrirmynd

Kristján var nafnið hans og tók hann stundum vals

Faðir minn er lifandi eftir mynd afa síns og ber hann líka nafnið hans 

Þú heyrir það á tali og fasi hans og sérð strax hvað þeir eru mikið úrvals 

Frá Þorbergsstöðum í Dölum langafi minn var

Þar mikið kveðið var og þóttu vísurnar margar fyndnar 


Langafi minn átti son sinn Jón sem fæddist með hjartað stórt

Konu hann kynntist sem drakk aldrey bjór og þótti hún glæsileg þó þau voru jafnstór

Afi minn og amma mín Rósa hét frúin og sex börn átti hún með maka sínum Jón 


Mikið áfall það var þegar afi okkar dó, ungur hann var og bar þetta brátt að

Jón var nafnið hans, bróðir minn er skírður í höfuð hans

Hjartalag þeirra eins er, svo góða menn þú sjaldan sérð

Faðir minn og systkyni hans fimm, ung þau voru þegar þetta bar að 

Sorgin mikil breitti lífi allra það sem eftir var, ég enn man daginn sem þetta átti sér stað


Magnús bróðir pabba míns var elskaður eins og prins áður en hann var kallaður til almættisins 

Mikið sem við söknum hans, Við elskuðum hann meira en nokkurn mann

Það þótti öllum mjög sárt að þurfa að kveðja hann, ég hugsa oft til hans

 Ég var ekki dóttir Magnúsar, en ég man svo vel eftir brosinu hans og sjaldan ég hef séð jafn góðan mann


Amma mín sorgina bar á herðum sér, sterkari konu þú ekki sérð

Tárin láku eins og lækur niður kinnar mínar þar til englaher kom og þurkaði mér

þegar fréttina ég heyrði að þú værir farin frá mér

Ég sem hélt að þú yrðir alltaf hér

Amma mín ég sakna þín

Ég man það enn hve goð ráð þú gafst mér í denn

Að eylífu ég mun minnast þín


Fjölskyldan hefur sorgina dregið eins og skugga yfir herðum sér

Með sorg í hjarta ég læt þetta duga hér,sögurnar margar ég gæti sagt þér

Hugur minn er hjá þér Maggi minn, bróðir þú varst pabba míns og frændi minn 

Amma og afi í hjarta mér ég finn ennþá ástina frá ykkur sem þið gáfuð mér

Sorglegt það er að segja frá, hve marga vini á himni ég á 

Þokan yfir öllu lá, þegar sögu þessa ég sagði ykkur frá 


Höf : Rósa Björk Kristjánsdóttir

Ummæli