Johnny boy





Á vörum sínum brosið bar

Til dauða dags þú gast séð það

Á tungu hans bragðið rammt

Eftir að hann tók of stórann skammt


Sljór hann var og varla orð á vörum hans þú lesið gast

Hann höfuð hátt bar þrátt fyrir það


Glitta sást enn í hans innri mann

Sorgina þú gast lesið í augum hans

Lífið þyrnum stráð

Sorglegt það er hvernig dópið fór með hann 


Slefandi, pissandi götuna á 

vinsældir hans dvínuðu ekki þrátt fyrir það

Gítarinn fylgdi honum hvert sem er 

Lagið tók og meðbyr hann fékk með hverri gítarstroku sem hann sló


Af vörum hans afgan hljómaði eins og engill hefði sungið það 

Bubbi og Megas hann kunni best  

Í partýjum tók hann stundum gaggóvest 

Hann vinsæll var og allir vildu umgangast hann fallegur maður var hann 


Vinina elti hann dópið í

Mikil sorg var yfir því 

Félaganna ég þekkti

Áður en dópið þá náiði í 

Englarnir margir voru þeim hóp í 


Ég man svo vel hvað ég fann til með þér

Þegar ég hitti þig partýjum í 

Þú varst allveg farin og vofan grá var komin á stjá 

Sorglegt það er að sjá 

Lífið eftir þér beið, en því miður þú valdir aðra leið


Höf : Rósa Björk Kristjánsdóttir  




Ummæli