Á netinu fólk hlýtur mannorðshnekki með eitruðu blekinu
öskrandi fólkið með hástöfum pikkandi með halan á eftir sér
á lyklaborðinu felur sig skugganum í
hatrið í letrinu minnir á fjöldagröf
leiðtogar orðanna minna á sína skuggahlið
orðin stungin á víxl minna á stjörnustríð
djöfullinn hlær og lætur hlakka í sér
fólkinu hann náði upp á móti hvort öðru hér
mannorð manna er grafið í götuna gráu
dómur götunar harður skýtur skotum að þér
skotin sterk leggur fjölskyldur að veði eins og ekkert sé
dauðinn minnir orðið á englaher samanber við orðin hér
Höf : Rósa Björk Kristjánsdóttir
Ummæli
Skrifa ummæli