Flokkarnir svangir og sumir illa haldnir
sálmarnir blastaðir úr munni þeirra hjala
smalarnir rifast um lömbin á haga
gulli flokkarnir lofa djarfir og illa hafðir
lömbin svöng vilja mat í sinn maga
smalarnir ota að þeim brauðmola
á þing þeir fara og minnið fer að dvala
loforðin mörg svikin minna á hauga
á þingi eru stórhuga leiðtogar
þar finnirðu líka fjarlæga sveitunga
hlédræga og heimsfræga
óþæga kónga og hauga með slæmar taugar
Þegar í básinn þú ferð og blaðið þú sérð
mundu þá að krossa í kassa
sem flokkar við loforðin sín standa
passaðu þig á uppgerð og hugaðu um þína velferð
Höf : Rósa Björk Kristjánsdóttir
Ummæli
Skrifa ummæli