Meistari ég er og er ég svaka klár
Pípari vinsæll ég hef verið í tuttugu ár
Þó argandi aðdáendur hafi óskað eftir Sveinsbréfi
Með lekandi tár
Sveinsbréfið komið er
Stækkað í ramma meistaraverkið fer
Upp á vegg það skal hanga
Eins og textarnir hans Bubba
Blindsker
Meistarinn er á dagsskrá næst
Í dagbókina ég skrifa og plana næsta verk
Ég merki svo samviskulega við tjekk eftir lokað verk
Draumar mínir hafa sko ræst
Þú næst
Höfundur : Rósa Björk Kristjánsdóttir
Ummæli
Skrifa ummæli