Ljóð til Mömmu ❤ Afmæliskveðja







Dagurinn þinn
Er fallegur eins og þú
Mitt hjarta skinn

Gjöful og góð
Heyrt hef ég öll þau fallegu orð
Þegar þau tala um þig
Hlýja og ró færist yfir mig
Börnin þín fimm
Hugsa til þín
Með hjarta sem skín
Falleg er sú sýn
Áran þín
Er eins og sólskin
Birtan þín
Dregur alla til sín

❤


Rokkum þetta upp
Verum ekki með þetta væl
Segjum frá með stæl
Móðir mín á afmæli í dag
Sjötíu og einn er talan sú
Þó hún ljómi enn eins og jómfrú
Gyðja er hún
Kallar kölluðu hana ...
Drottninguna

Sannleikurinn er sá
Að móðir mín
Rokkaði þegar engin var á stjá

Rolling Stones
Queen og Meat Loaf
I do anything for love
Voru spilaðir hér í denn

Blómvangur var eins og betlehem
Englarnir í götunni voru allir hér
Hafdís og Kalli komu oft hér
Frikka og Ingó slóust með í för
Því hér var alltaf fjör

🥳
Hamingjuóskir með daginn þinn Mamma mín ❤

Ummæli