Það þarf að uppræta smá misskilning.
Fólk á leigumarkaði eru ekki
aumingjar.
💓
Á leigumarkaði eru harðduglegt fólk
Á leigumarkaði eru...
Eldriborgarar & Öryrkjar
Lögreglumenn og
hjúkrunarfræðingar
Kennarar og garðyrkjufólk
Íþróttafólk og afgreiðslufólk
Fólk sem vinnur við
aðhlynningu og Fólk sem er í skóla
Á leigu markaði eru fólk sem
þurfti að vinna fyrir sér og fara snemma á leigumarkaðinn því það þurfti að flýja
heimilis ofbeldi. Það þurfti Stína að gera.
Á meðan var Siggi í næsta
húsi að hafa það gott með mömmu og pabba á spáni og mamma og pabbi borguðu
ferðina, svo fór Siggi í skóla og menntaði sig og bjó hjá mömmu og pabba á
meðan, þegar Siggi var búin með háskólan þá átti Siggi 10. Milljónir í útborgun
á íbúð, íbúðarverð var lágt á þessum tíma þannig að Siggi gat staðgreitt
íbúðina, þetta gerði Siggi með því að vera á Sjó á sumrin og leggja allt til
hliðar og bjó svo frítt hjá mömmu og pabba á meðan.
Stína aftur á móti átti ekki
aur, því Stína var ómenntuð að vinna í láglauna starfi og þurfti að sjá fyrir
sér sjálf alla tíð, Stína var ekki að treysta sér í nám því hún var í fullri
vinnu og þarf að hafa mikið fyrir náminu.
Þarna er Siggi strax komin
með svaka forskot á Stínu í lífinu varðandi fjárhagslegt öryggi. Á meðan að
Siggi fékk að fara til útlanda með Mömmu og Pabba var stína að þræla sér út
fyrir leigu og mat,því ólíkt Sigga var Stína ekki með neitt bakland!!
Svona er sagan hjá hluta af
fólki á leigumarkaði.
Mundu það næst þegar þú
heldur að fólk á leigu markaði séu aumingjar sem nenna ekki að vinna..því það
er alls konar fólk á leigumarkaði..Eða alls konar fólk nema eins og Siggi.
Höf ;Rósa Björk
Kristjánsdóttir
Skrifað fyrir Legjendasamtökin.
Ekki Gleyma að skrá þig
Ert þú á leigumarkaði? Þá eru leigjendasamtökin fyrir þig.

STYRKTAREIKNINGUR
Kennitala félagsins: 621013 0920
Banki: 1161
Höfuðbók: 05
Bankabók: 250210
Bestu þakkir fyrir stuðninginn!









Ummæli
Skrifa ummæli