Guð Blessi ísland Taka 2. Fólkið á leigumarkaðinum eru ekki aumingjar.

 Guð Blessi ísland

Taka 2. Fólkið á leigumarkaðinum eru ekki aumingjar.
❤️
..
Já Guð Blessi Ísland voru orð sem Fríða gleymir seint.
..
Þegar hrunið varð árið 2008 þá var fríða nýbúin að ná sér af erfiðum veikindum og mamma hennar var ný dáin af krabbameini...
Guð Blessi ísland, Já eða þannig..
Guð Blessi suma ætti það frekar að vera..
..
Það blessaði engin Fríðu þegar hún missti húsið sitt sem hún var ný búin að endurfjarmagna og taka loksins í gegn eftir að hafa búið í húsinu í mörg ár án þess að hafa gólfefni.
..
Það blessaði heldur engin Fríðu þegar maðurinn hennar fékk hjartaáfall af áhyggjum eftir hrun því hann missti vinnuna og Fríða ný skriðin upp úr veikindum sem komu henni næstum því í gröfina, og engin peningur til í búinu til að standa undir ofurháum hækkunum á lánum.
..
Núna 14 árum seinna er Fríða komin á örrorku því hún missti heilsuna endanlega, Ekki af því að hún er svo mikill aumingi og nennir ekki að vinna, ó nei, heldur vegna þess að álægið var of mikið og veikindin hjálpurðu ekki til.
..
Fríða er af gamla skólanum og hún borgar sko sínar skuldir!
..
Fyrstu árin samdi hún um allar skuldir og gerði ekkert nema að vinna og vinna en ekkert gerðist, skuldirnar bara hækkuðu.
þetta var eins og að rembast við staur alla daga og búsat við breittri niðurstöðu næsta dag, en ekkert breitis.
..
Fríða er sko engin aumingi þó að hún sé á leigumarkaðinum.. Nei það er hún sko ekki, hún ætti sko að vera sæmd Fálka orðunni fyrir dugnað og fyrir það að gefast ekki upp!
..
Húsið sem Fríða missti í hruninu er núna í eigu Ásu sem er dóttir frænku bankastjórans á xxx og afi Banka stjórans vann hjá íbúðalána sjóði.
..
Ása fékk húsið á geggjuðum díl og þurfti ekkert að borga út því hún þekkti rétta fólkið! Guð Blessaði bara Ásu en ekki Fríðu.
..
Núna er Fríða á leigumarkaðinum að hjálpa öðru fólki sem fékk íbúðir á spotprís í hruninu að borga þær upp.
..
Svona eru margar sögur í raunveruleikanum, en þetta er bara dæmi saga byggð á sönnum sögusögnum frá hruninu.
..
Höfundur ; Rósa Björk Kristjánsdóttir
..
Ps. Ekki Gleyma Legjandasamtökunum
❤️
EKKI GLEYMA AÐ STYRKJA LEIGJENDASAMTÖKIN
STYRKTAREIKNINGUR
*
Samtök leigjenda á Íslandi
Kennitala félagsins: 621013 0920
Banki: 1161
Höfuðbók: 05
Bankabók: 250210
Bestu þakkir fyrir stuðninginn!
💙💚💛🧡❤️💛💚💙💜

Ummæli