Þakklæti



Hjarta mitt er fullt af þakklæti

Ilmur af ást er út um allar götur og stræti

Svellið á Austurvelli fullt af gleði og kæti

Krakkarnir skauta í hring létt á fæti

 

Afar sitja á bekk og leysa krossgátur og þrautir

Ömmur gefa heitt kakó og þurka krökkum sem eru blautir

Mæður eru að baka jólakökur og sælgæti

Og Feður eru að elda hangikjöt og útbúa meðlæti

 

Nú eru jólin komin einu sinni enn

Jólastjarnan skín skært á álfa og menn

Kærleikur og ást eru út um allt

Þakklæti mér efst í huga er þó úti sé ískalt

 

Ísskápurinn fullur af góðgæti, appelsíni og malt

Krakkarnir fá óskir sínar uppfylltar út um allt

 

Jólin eru að koma til mín og þín

Nú blöndum við með malt og appelsín

Eftir mat pakkana við opnum og fáum svo ís

Við gluggan situr falleg álfadís

 

Höfundur

Rósa Björk Kristjánsdóttir

Poem21foryou.blogspot.com

Ummæli