Eftirsjá

 



Hjartað er að gefa sig

Ég finn þegar andinn yfirgefur mig

Gamlir vinir birtast mér

Þeir eru hér til þess að taka á móti mér

 

Löngu farnir ættingjar mæta mér

Þegar í ljósið ég komin er

Hlýja og ást vefur sig um mig

Verkir og stress hefur yfirgefið mig

 

Engill birtist mér

Þriggja metra hár hann er

Fjaðrirnar hvítari en allt hvítt sem í heimi er

Orka hans og ljós glitra eins og glimmer

 

Myndband af lífi mínu sýnir hann mér

50 ár þjóta fram hjá mér á sekundum hér

Töfrarnir draga mig að sér

Að eylífu ég vil fá að dvelja hér

 

Engillin talar við huga minn

Segir mér að þetta sé ekki tíminn minn

Ókláruð verkefni bíða mín segir hann og sendir mig ljósið í

Er ég vakna gólfinu á finn ég söknuð, sorg og eftirsjá

 

Höfundur

Rósa Björk Kristjánsdóttir

Poem21foryou.blogspot.com

 



 

 

 

 

 

Ummæli