Ljósið þitt skæra nú slokknað
er
Englaher tók þig í faðm sér og
fylgdi þér
Fylgdi þér í ljósið bjarta
Að eylífu þú munt lifa í brjósti
mér
Ljós þitt mun loga á jörðu
hér
Um eylíf og framtíð alla
Drottin minn Góði passaðu
minn vin
Vefðu hann bómul og silki í og
láttu þína dýrð yfir honum ljóma
Því á jörðu hér hann var ýmind
ljós og friðar fyrir okkur hin
Og ýmind alls hins góða
Ljós þitt mun loga á jörðu
hér
Um eylíf og framtíð alla
Þó Drottinn mig leiðir á þessum
erfiða tíma
Þá er sál mín brotin og sorgarský
mér að tortíma
Hugur minn hefur við erfiðleika
að glíma
Því í huga mér varstu hetja
þíns tíma
Ljós OKKAR mun loga
Að eylífu og um framtíð alla
Guð minn faðir hjálpaðu þeim
sem í sorg sinni eru að drukkna
Leyfðu ljósi þínu, hjarta
þeirra að lækna
Með faðmi þínum þú getur djúp
sár grætt og losað um marga bagga
Með nærveru þinni þú heilar trúrækna
Láttu ljós okkar loga
Að eylífu og um framtíð alla
Í hjarta mér ég kvelst yfir
að kveðja minn besta vin
Hann var tákn ljós, ástar og
friðar
Ég kveiki á kerti því það
gefur hjarta mínu yl
Ég kveð þig nú vinur minn í
hinsta sinn eða þar til við sjáumst síðar
Ljós þitt mun loga
Um eylíf og framtíð alla
Við látum Ljós þitt skína á
jörðu hér
Um eylíf og framtíð alla
Að eylífu og um framtíð alla
...
Höfundur: Rósa Björk Kristjánsdóttir
Poem21foryou.blogspot.com
Ummæli
Skrifa ummæli