Þungt hugsi í rúminu ég lá
Andvaka nætur margar orðnar þá
Bankað var á hurðina hjá mér
Í höfðinu dynja höggin enn á mér
Nóttin dimm um veturinn
Á sjó þú varst og veiddir færi á
Dast svo útbyrðis og rakst höfuðið í
Allt varð svart og stjörnu á himni þú varla sást
Báturinn hvarf þér frá og þokan grá þér fyrir varð
Hugur minn er fastur í þessari mynd
Sýn af þér birtist mér
Aftur minningarnar halda vöku fyrir mér
Þú kaldur ert, ástin þín heima og þú aleinn ert
Hrollur um mig fer að vita ekki af þér
Ástin mín, í mörg ár ég gat ekki hugsað mér
Neinn mann því þú varst ekki hér
Við dyrnar stóð bróðir þinn, tárin láku niður kinn
Síðan þá hann hefur verið vinur minn
Hann mun aldrey koma í þinn stað
En hjartað mitt hann hefur verndað
Dóttir þín verður ávalt litla dúllan þín
Hún lítil var þegar þú frá okkur fórst
Ég sögur af þér sagði henni oft
Bróðir þinn þerraði tárinn af hennar kinn
Í dag eru liðin fimm ár
Þennan dag við förum útá haf
Dreifum blómum og rifjum upp
Minningarnar sem okkur gefin var
Höf : Rósa Björk Kristjánsdóttir
Ummæli
Skrifa ummæli